Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

HSS: Heilsugæslan býður góða þjónustu - en glímir við mikinn vanda varðandi mönnun
Mánudagur 3. maí 2010 kl. 12:51

HSS: Heilsugæslan býður góða þjónustu - en glímir við mikinn vanda varðandi mönnun

Landlæknisembættið hefur skilað til heilbrigðisráðuneytisins úttekt á heilsugæsluhluta Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS). Ráðuneytið óskaði eftir úttektinni í febrúar síðastliðnum.


Íbúar á Suðurnesjum hafa komið á framfæri óánægju með skerðingu á þjónustu HSS í kjölfar kröfu um sparnað í rekstri stofnunarinnar. Hafa þeir mótmælt fyrirhuguðum niðurskurði kröftuglega, m.a. með þúsundum undirskrifta, haldið borgarafundi og vakið athygli á áhyggjum sínum í fjölmiðlum. Er það niðurstaða úttektar landlæknis að heilsugæslan bjóði íbúum svæðisins að mörgu leyti góða þjónustu, en hún glími við mikinn vanda varðandi mönnun á stöðum heilsugæslulækna – sem leiði aftur til óánægju íbúa vegna langs biðtíma eftir viðtali.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Telur landlæknir að með breyttum áherslum í þjónustu og lokun skurðstofa sé mögulegt að færa fjármagn frá sjúkrahúshluta stofnunarinnar til grunnþjónustu heilsugæslunnar og nauðsynlegrar sérfræðiþjónustu. Með þessu sé megi betur koma til móts við nærsamfélagið, sem hafi mikla þörf fyrir góða grunnþjónustu – m.a. vegna fjölgunar íbúa og fjölda atvinnulausra. Til að þetta megi vera þurfi að líta heildrænt til þjónustu Landspítalans og Kragasjúkrahúsanna hvað varðar skurðaðgerðir. Ennfremur þurfi að taka skipulag HSS til gagngerrar endurskoðunar, þar sem tryggt verði að heilsugæslan verði kjölfestan í starfi stofnunarinnar.


Þá er það niðurstaða landlæknisembættisins að HSS hafi vilja og möguleika til að veita öfluga og góða grunnþjónustu fyrir íbúana í þeirra nánasta umhverfi, þrátt fyrir skert fjárframlög til stofnunarinnar.

Niðurstöður úttektarinnar voru ræddar á fundi fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og sveitarstjórnafólki í liðinni viku, segir á vef Heilbrigðisráðuneytisins.



Úttekt landlæknis á heilsugæsluþjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, apríl 2010.