Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

HSS hefur tekið í notkun nýtt húsnæði fyrir Covid-sýnatökur og -bólusetningar
Þriðjudagur 14. september 2021 kl. 18:58

HSS hefur tekið í notkun nýtt húsnæði fyrir Covid-sýnatökur og -bólusetningar

Frá og með þriðjudeginum 14. september munu Covid-sýnatökur flytja á Iðavelli 12a í Reykjanesbæ og mun opnunartími vera frá 8:30 til 11:00 alla morgna. 

Sú breyting verður á sýnatökunum að allir ganga inn í húsið í sýnatökuna, ekki verða lengur tekin sýni úr fólki í bílum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gert verður ráð fyrir aukningu í hraðsýnatökum en þær munu einnig fara fram á Iðavöllum.

Mikilvægt sé að skráning í sýnatökur fari rétt fram. Það getur valdið óþarfa kostnaði, áhyggjum og streitu sé skráning röng. 

Ef einstaklingar eru með einkenni þá þarf PCR-próf og sú skráning fer fram á heilsuvera.is. Niðurstöður úr einkennasýnatöku birtast í heilsuveru eða berast í textaskilaboðum

Við komu til Íslands er hægt að velja um PCR-próf í flugstöðinni eða hraðpróf á næstu heilsugæslu (Iðavöllum 12a, Reykjanesbæ) Sú skráning fer fram á heimkoma.covid.is. Niðurstöður berast í textaskilaboðum, einnig er hægt að athuga stöðu á sýnatöku á síðunni sem skráning fór fram á. 

Þeir sem ferðast frá Íslandi geta fengið PCR-próf á travel.covid.is. Þá berst vottorð í tölvupósti og skilaboð í síma þegar niðurstöður liggja fyrir. 

Þeir sem sækja stóra viðburði og þurfa að sýna fram á neikvætt hraðpróf, skrá sig á hradprof.covid.is. Vottorð berst tölvupósti. 

Þeir sem fara í einkennasýnatökur fá ákveðna tímasetningu í skilaboðum með strikamerkinu og er fólk vinsamlega beðið um að virða tímasetninguna. Þeir sem fara í hraðpróf geta mætt hvenær sem er milli 8:30 og 11:00.

Bólusetningar

Covid-bólusetningar munu einnig fara fram á Iðavöllum 12a eftir hádegi tvo daga í viku, miðvikudaga og fimmtudaga, á meðan þörf er á. 

Þetta húsnæði verður bylting fyrir starfsfólk heilsugæslunnar að því leyti að hafa alla Covid-tengda starfsemi undir sama þaki. 

Heilsugæslan hefur einnig fengið nýtt netfang fyrir Covidfyrirspurnir [email protected], þar mun fyrirspurnum verða svarað eins fljótt og unnt er á dagvinnutíma.