HSS hættir sýnatökum vegna Covid-19
Frá og með mánudeginum 28. febrúar 2022 mun heilsugæsla Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hætta öllum sýnatökum á Iðavöllum 12a. Þetta kemur fram á heimasíðu HSS.
„Þeir sem þurfa hraðpróf er bent á sýnatökustað Öryggismiðstöðvarinnar við Aðalgötu 60, Reykjanesbæ. Hægt er að panta sýnatöku þar á testcovid.is.
Þeir sem þurfa PCR sýni vegna ferðalaga er bent á að panta sýnatöku travel.covid.is og fara í sýnatöku á Suðurlandsbraut 34, í Reykjavík.“