HSS fær nýtt fæðingarrúm
Hitaveita Suðurnesja færði fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja nýtt fæðingarúm að gjöf.
Gjöfinni fylgdi vinnustóll en rúmið er að fullkomnustu gerð, létt í meðförum, rafknúið og búið helstu fylgihlutum. Að sögn Aðalheiðar Valgeirsdóttur, deildarstjóra á fæðingardeild HSS er nauðsynlegt að fæðingardeildin sé vel útbúin fyrir fæðandi konur. „Við þökkum Hitaveitu Suðurnesja fyrir höfðinglega gjöf og fögnum auknum skilning á þörfum deildarinnar“, sagði Aðalheiður við afhendingu gjafarinnar.
Gjöfinni fylgdi vinnustóll en rúmið er að fullkomnustu gerð, létt í meðförum, rafknúið og búið helstu fylgihlutum. Að sögn Aðalheiðar Valgeirsdóttur, deildarstjóra á fæðingardeild HSS er nauðsynlegt að fæðingardeildin sé vel útbúin fyrir fæðandi konur. „Við þökkum Hitaveitu Suðurnesja fyrir höfðinglega gjöf og fögnum auknum skilning á þörfum deildarinnar“, sagði Aðalheiður við afhendingu gjafarinnar.