HSS afgangsstærð hjá heilbrigðisráðuneytinu?
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) fær langlægstu fjárveitingarnar frá Heilbrigðisráðuneytinu á hvern íbúa samanborið við átta önnur sveitarfélög. Þannig eru heildarfjárlög á hvern íbúa á Suðurnesjum ekki nema tæpar 79 þúsund krónur meðan þær eru rúmar 200 þúsund á Sauðárkróki. Ef eingöngu heilsugæslusvið er skoðað í þessu samhengi fær HSS einungis 24,611 krónur á hvern íbúa á meðan HAS fær 60 þúsund, svo dæmi séu nefnd.
Fjárlög ríkisins til HSS vegna hjúkrunarrýmis eru tæpar 9 þúsund krónur á hvern íbúa á meðan Blönduós, sem telur tæpa 2000 íbúa, fær hátt í 95 þúsund krónur. Svipaða sögu er að segja af öðrum þáttum heilbrigðisþjónustunnar: HSS fær lang lægstu fjárveitingarnar, eins og sjá má af meðfylgjandi töflu. Af þessu mætti ráða að HSS sé afgangsstærð hjá heilbrigðisráðuneytinu.
„Þegar litið er á fjárveitingar til átta annarra sambærilegra stofnana m.v. íbúafjölda er þessi upphæð langlægst án frekari skýringa. Sú heilbrigðisstofnun sem næst kom fékk 101.013 kr. á íbúa og sú sem mest fékk, var með 200.976 kr. á íbúa. Vegna þessara erfiðleika í rekstri hefur á undanförnum mánuðum verið reynt að fá leiðréttingar á fjárveitingum hjá heilbrigðisráðuneytinu án árangurs,“ segir í fréttatilkynningu frá HSS.
Fréttatilkynninguna má lesa í annarri frétt hér á síðunni.
Tengdar fréttir:
HSS: Árangurslaust reynt að fá leiðréttingar
Læknavakt verður lokað vegna fjárskorts
Fjárveitingar til nokkurra heilbrigðisstofnana 2008 m.t.t. íbúafjölda: