Hss
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga hefur skæður inflúensufaraldur herjað á landsmenn síðustu daga og eru t.d. 151 nemandi í Holtaskóla veikur í dag. Mikið hefur verið að gera á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og sagði Sigurður Árnason yfirlæknir heilsugæslunnar að það væri verulega skæður faraldur í gangi: „Það hefur verið mjög mikið af veikindum núna, en við erum vel mannaðir og verðum það fram að 1. maí. Auk þess njótum við liðsinnis tveggja barnalækna sem aðstoða okkur. Það er mikilvægt að foreldrar hugi vel að börnum sínum í veikindunum. Það hafa nokkur tilfelli komið upp þar sem lungnabólga hefur stungið sér niður með sýkingunni og það er slæmt,“ sagði Sigurður í samtali við Víkurfréttir.