HS Veitur styrkja „Látum verkin tala“ verknámssmiðjur í FS
HS Veitur hafa styrkt verkefnið „Látum verkin tala“ en það gengur út á kynna fyrir nemendum i 9. bekk verknám. Verkefnið er hluti af vinnuskóla þar sem nemendur hafa kost á að velja smiðjur í margvíslegu verknámi. Verkefnið er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar og Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Júlíus Jónsson forstjóri, Ragnheiður Eyjólfsdóttir mannauðsstjóri og Helga María Finnbjörnsdóttir varaformaður fræðsluráðs Reykjanesbæjar handsöluðu samkomulagið þann 14. maí og við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin.