Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

HS sæki um framkvæmdaleyfi
Fimmtudagur 3. janúar 2008 kl. 10:31

HS sæki um framkvæmdaleyfi

Skipulags- og bygginganefnd Grindavíkur telur að Hitaveita Suðurnesja hafi gerst brotleg með því að sækja ekki um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar borstæða. Á dögunum lá fyrir hjá nefndinni ósk um mat hennar vegna framkvæmda við tvær stefnuboraðar borholur í núverandi borstæðum í Svartsengi. Óskað var eftir úrskurði nefndarinnar hvort þessar framvæmdur væru háðar matsskyldu.

Skipulags- og bygginganefnd telur að borun innan núverandi borteiga muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð umhverfismati sbr. ákvörðun Skipulagsstofnunar. „Nefndin telur hinsvegar að Hitaveita Suðurnesja hafi gerst brotleg með því að sækja ekki um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar borstæða,“ segir orðrétt í fundargerð hennar.


Nefndin samþykkir tvö umrædd borsvæði, samkv. Því er fram kemur í fundargerð  en sér ástæðu til að ítreka að HS beri að sækja um framkvæmdaleyfi til Grindavíkurbæjar.

Mynd frá Svartsengi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024