HS Orka tapar á lækkun álverðs
HS Orka tapaði tæplega 2,5 milljörðum króna fyrstu sex mánuði ársins. Á sama tíma á síðasta ári skilaði HS Orka 612 milljóna króna hagnaði.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á heimasíðu fyrirtækisins. Ástæðu fyrir tapinu má m.a. rekja til talsverðrar lækkunar á álverði. Þar með lækkaði framtíðarvirði raforkusölusamninga til álvera um rétt rúma fjóra milljarða á tímabilinu.
Gengi krónunnar hefur einnig haft áhrif. Hækkun krónunnar hefur valdið gengishagnaði sem nemur tæplega 600 milljónum króna samanborið við tæplegan milljarð á sama tíma á síðasta ári.