SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

HS Orka styrkir vetrarmótaröð
Miðvikudagur 3. febrúar 2016 kl. 10:53

HS Orka styrkir vetrarmótaröð

- Hestamannafélagsins Mána

HS Orka og Hestamannafélagið Máni hafa undirritað samning þess efnis að vetrarmótaröð Mána 2016 muni bera nafn HS Orku.  Fyrsta mótið í vetrarmótaröð HS Orku og Mána fer fram laugardaginn 6. Febrúar en þá verður keppt í tölti auk þess sem keppt verður í polla-, barna- og unglingaflokkum.
 
Alls verða þrjú mót í mótaröðinni og safna keppendur stigum í hverri keppni. Föstudaginn 19. Febrúar verður keppt í smala og 5. Mars verður þrígangur.  

Ásgeir Margeirsson forstjóri HS Orku og Helga Hildur Snorradóttir formaður mótanefndar Hestamannafélagsins Mána undirrituðu samstarfssamninginn í glæsilegri reiðhöll hestamannafélagsins. Á myndinni eru auk Ásgeirs og Hildar þær Ólöf Rún Guðmundsdóttir og 17 vetra merin Sónata sem sá til þess að allt færi vel fram.
 

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25