Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

HS Orka sækir um 85 MW stækkun á Reykjanesvirkjun
Þriðjudagur 3. nóvember 2009 kl. 16:29

HS Orka sækir um 85 MW stækkun á Reykjanesvirkjun

HS Orka hf. hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir allt að 85 MW Reykjanesvirkjun, áfanga 2, á Reykjanesi. Fram kemur í Lögbirtingarblaðinu, að fyrirhugaðar framkvæmdir felist í stækkun núverandi 100 MW Reykjanesvirkjunar.

Annars vegar er fyrirhuguð stækkun með 50 MW afleiningu, samskonar og fyrir er í virkjuninni. Hins vegar er stækkun með 30-35 MW afleiningu sem á að vinna orku með bættri nýtingu jarðhitavökvans sem er til staðar, svokölluð pækilvirkjun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tilgangur fyrirhugaðra framkvæmda er að auka framleiðslugetu Reykjanesvirkjunar til að mæta eftirspurn eftir raforku, stækka varmatökusvæði virkjunarinnar og bæta nýtingu þeirrar orku sem aflað er.

Fyrirhuguð framkvæmd var tilkynnt Skipulagsstofnun og er umhverfismati fyrir virkjunina lokið. Frá þessu er greint á mbl.is



Loftmynd af Reykjanesvirkjun. Ljósmynd: Oddgeir Karlsson