Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

HS Orka og Norðurál fengu bæði jákvæða niðurstöðu í ákveðnum atriðum
Mánudagur 19. desember 2011 kl. 14:44

HS Orka og Norðurál fengu bæði jákvæða niðurstöðu í ákveðnum atriðum

HS Orka hefur nú fengið í hendur niðurstöðu úr gerðardómsmáli varðandi gildi orkusölusamnings milli HS Orku og Norðuráls Helguvík en samkvæmt samningnum myndi HS Orka afhenda orku til nýrrar álverksmiðju sem Norðurál er að reisa í Helguvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Niðurstöður gerðardómsins voru ekki einhliða þar sem báðir aðilar fengu jákvæða niðurstöðu í ákveðnum atriðum kröfugerðar sinnar. Þó úrskurðurinn kveði á um ákveðna afhendingarskyldu HS Orku til hins nýja álvers er sú afhendingarskylda háð því að uppfyllt verði nokkur skilyrði sem gerðardómurinn úrskurðaði að ekki hefðu verið uppfyllt. Gerðardómurinn hafnaði kröfu Norðuráls um skaðabætur.

HS Orka mun vinna með Norðuráli að því að ná ásættanlegri niðurstöðu varðandi þau atriði sem upp hafa komið með þessum úrskurði, segir í frétt frá HS Orku.