HS Orka í viðbragðsstöðu
Neyðarstjórn HS Orku yfirfer nú sviðsmyndir og viðbragðsáætlanir vegna jarðhræringa í Svartsengi og nágrenni og er í reglulegum samskiptum við Veðurstofuna og stjórnstöð almannavarna vegna þessa. Frá þessu er greint á vef fyrirtækisins.
Á vef HS Orku segir að engar breytingar virðast hafa orðið á borholum hjá HS Orku en fylgst er vandlega með gangi máli í góðu samráði við Veðurstofuna og stjórnstöð almannavarna. Hafa ber hugfast að aðstæður geta þó breyst hratt og er fyrirtækið því við öllu búið.