HS orka í meirihlutaeigu útlendinga
Kanadíska fyrirtækið Magma Energy eignaðist í gær 41% hlut í HS Orku með kaupum á eignarhlutum Hafnarfjarðar og OR. Geysir Green Energy á um 57% hlut en eigendur félagsins eru Landsbankinn og Íslandsbanki sem nú eru í eigu erlendra kröfuhafa. Þar með er HS Orka alfarið í eigu útlendinga.
Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, tók sæti í stjórn HS Orku í gær. Hann segir í samtali við RUV að stefnt verði að því stórauka orkuframleiðslu fyrirtækisins.