HS Orka: Hið opinbera eigi meirihlutann
HS Orka verður í meirihlutaeigu opinberra aðila og í tæplega helmingseigu Magma Energy ef hugmyndir sem nú eru uppi á borðinu hjá fjármálaráðuneytinu ganga eftir, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sem greinir frá þessu í morgun
Fulltrúar fjármála- og iðnaðarráðuneytis, Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Magma Energy hafa átt í viðræðum um framtíðarskipulag HS orku frá því snemma í síðustu viku og er ofangreind niðurstaða afrakstur þeirra viðræðna. Frestur OR til að taka tilboði Magma í 32,32% hlut fyrirtækisins í HS orku rennur út í dag.
Sjá frétt mbl.is hér