HS Orka hækkar verð á raforku
Þann 1. janúar síðasliðinn hækkaði HS Orka verð á raforku samkvæmt upplýsingum sem finna má á vef Orkuvaktin.
Þar segir að ef litið er til þess taxta sem allir orkusalar birta, almenns orkutaxta þá hækkaði verð á honum úr 4,39 kr/kWst í 4,44 kr/kWst.
Þetta er hækkun upp á 1,1%. Nokkuð miklar sviftingar hafa verðið á raforkumarkaði á undanförnu ári og óvenju margar og óvenju tíðar og miklar hækkanir orðið.