Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

HS Orka fagnar nýrri suðvesturlínu
Fimmtudagur 14. mars 2013 kl. 13:15

HS Orka fagnar nýrri suðvesturlínu

Ný suðvesturlína er óhjákvæmileg vegna núverandi ástands flutningskerfisins og hefur ekkert með nýja stórnotendur að gera, segir forstjóri HS Orku

HS Orka hf fagnar því að nú stefnir loks í að komið verði á ásættanlegu öryggi í raforkuflutningi á Suðurnesjum með lagningu nýrrar suðvesturlínu. Svo segir í tilkynningu frá forstjóra HS Orku, Júlíusi Jónssyni.

„Ástandið undanfarin ár, með aðeins eina ófullnægjandi tengingu við meginflutningskerfið, er algjörlega óásættanlegt bæði fyrir raforkunotendur á svæðinu og fyrir HS Orku sem framleiðanda raforku.

Ítrekað hefur það gerst þegar Landsnet vinnur að viðhaldi flutningskerfis Reykjaness að HS Orka hefur orðið að stöðva framleiðslu í virkjunum sínum að  mestu, með tilheyrandi truflunum og sölutapi. Ljóst hefur verið um skeið að flutningsgeta kerfisins er meira en fullnýtt, flutningstöp mikil og engir möguleikar á því að koma aukinni framleiðslu um kerfið.

Það er brýnt að allir átti sig á því að ný suðvesturlína er óhjákvæmileg vegna núverandi ástands flutningskerfisins og hefur ekkert með nýja stórnotendur að gera að öðru leyti en því að þeir myndu, komi þeir til sögunnar, njóta góðs af auknu öryggi eins og aðrir raforkunotendur, segir jafnframt í tilkynningunni.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024