HS Orka: Ekkert tilboð frá stjórnvöldum
Stjórnvöld munu ekki gera tilboð í hlut Orkuveitunnar í HS Orku. Fréttastofa RUV greinir frá þessu í hádeginu. Eingöngu eitt tilboð í hlutinn liggur því fyrir á stjórnarfundi OR sem var að hefjast. Tilboðið er frá Magma Energy.
Ekki tókst að tryggja að innlendir aðilar biðu í hlutinn gegn Magma, samkvæmt frétt RUV.
Samkvæmt frétt RUV verða væntanlega aðrir möguleikar í málinu skoðaðir. Einn er sá að innlendir aðilar sameinist um að kaupa helmingshlut GGE í HS Orku.
Sjá frétt RUV hér.