HS-menn hitta Hafnfirðinga
Forsvarsmenn Hitaveitu Suðurnesja voru boðaðir til fundar bæjarráðs Hafnarfjarðar í Ráðhúsinu laust fyrir níu í morgun. Hafnarfjarðarbær á rúmlega 15% hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Eftir sameiningu við Geysi Green Energy á REI hins vegar um 48% hlut í Hitaveitunni.
Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stjórn hitaveitunnar, sagði í fréttum Útvarpsins í gær að Hafnfirðingar muni standa vörð um sína hagsmuni í fyrirtækinu. Frá þessu var greint á vef Ríkisútvarpsins.
Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stjórn hitaveitunnar, sagði í fréttum Útvarpsins í gær að Hafnfirðingar muni standa vörð um sína hagsmuni í fyrirtækinu. Frá þessu var greint á vef Ríkisútvarpsins.