Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

HS gefur grunnskólanemendum gjafir
Fimmtudagur 21. apríl 2005 kl. 15:56

HS gefur grunnskólanemendum gjafir

Að lokinni árshátíð Grunnskólans í Sandgerði í gær fengu nemendur góða gjöf frá Hitaveitu Suðurnesja, stafræna vekjaraklukku sem hægt er að nota til að minna börnin á íþróttaæfingar, tónlistarskóla og hvað sem er ásamt því að vekja þau í skólann.

Hitaveitan ákvað á 30 ára afmæli sínu þann 31. desember að í tilefni tímamótanna skyldu öll grunnskólabörn á veitusvæði HS, um 9000 talsins, fá þessa gjöf. Þótti við hæfi að hefja yfirreiðina í Sandgerðisskóla, þar sem Júlíus Jónsson, forstjóri HS, sleit einmitt barnsskónum.

Ellert Eiríksson, stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja, afhenti ungum Sandgerðingum klukkuna en fyrsta eintakið afhenti hann Elínrósu Hrund Torfadóttur en hún á 9 ára afmæli í dag.

VF-myndir/Þorgils. Fyrri mynd: Elínrós í miðið ásamt Ellerti og Hörpu Sævarsdóttur frá HS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024