Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

HS: 5 ára samningur við Jarðboranir
Föstudagur 9. nóvember 2007 kl. 13:13

HS: 5 ára samningur við Jarðboranir

Fimm ára rammasamningur við Jarðboranir var samþykktur á stjórnarfundi Hitaveitu Suðurnesja í morgun. Forstjóri Hitaveitunnar segir samningsdrögin hafa legið fyrir áður en Geysir Green eignaðist Jarðboranir. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í hádeginu.

Geysir Green Energy á þriðjung í Hitaveitu Suðurnesja og af þeim sökum viku stjórnarmenn á vegum þess fyrirtækis af fundi á meðan samningur við dótturfélagið var afgreiddur.

Fulltrúi Hafnfirðinga í stjórn, Gunnar Svavarsson, sat hjá við afgreiðslu málsins. RUV hefur eftir Gunnari að ástæðan hafi verið sjónarmið um útboðsmál og samkeppnismál en jafnframt segir Gunnar að Jarðboranir hafi verið í farsælu samstarfi við Hitaveitu Suðurnesja um langt árabil.






Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024