Hrottaleg líkamsárás í Keflavík
Tuttugu og þriggja ára gamall maður varð fyrir hrottalegri líkamsárás við Grófina í Keflavík undir morgun. Árásarmaðurinn sem var tveimur árum eldri, veitti honum svo þung högg að hann kinnbeinsbrotnaði auk þess sem að tennur brotnuðu.Fjölmörg vitni urðu að árásinni og segir lögreglan í Keflavík að vitað sé hver árásarmaðurinn sé. Fórnarlamb hans var flutt á slysadeild Landspítala háskólasjúkrahúss í Fossvogi.