Hrossin fundin við Bláa lónið
Nú stendur yfir leit að sex hrossum sem virðast hafa verið fældir úr girðingu nærri laxeldisstöðinni rétt utan við Hafnir. Hestarnir hurfu úr girðingunni síðdegis á sunnudag. Svo virðist sem átt hafi verið við girðinguna og hlið á henni opnað en þetta er í þriðja skiptið á örfáum dögum sem hestarnir fara út fyrir girðinguna. Í tvö fyrstu skiptin fundust hrossin en þau finnast ekki núna.
Ef einhver hefur séð til hestanna eða veit eitthvað um málið endilega hafið samband við Högna í síma 897 8396 eða Lögregluna í Keflavík.
Uppfært kl. 15:40
Hrossin sex sem hurfu úr girðingu við Hafnir á sunnudag eru fundin. Flugvél var fengin til leitarinnar og fundust hestarnir í nágrenni Bláa lónsins. Nú er verið að gera ráðstafanir til að sækja hestana.
Eigendur hrossanna þakka þeim sem aðstoðuðu við leitina.