Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 3. júní 2000 kl. 16:56

Hross með stáltaugar í Leifsstöð

Á næstu vikum er reiknað með að skipað verði í svokallað hestalandslið sem ætlað er að taka á móti mætum gestum íslensku þjóðarinnar við komu þeirra á Keflavíkurflugvöll. Hugmyndin að landsliðinu er runnin undan rifjum Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra og Hjálmars Árnasonar alþingismanns sem lögðu fram þingsályktunartillögu um málið og fengu samþykkta. Visir.is greinir frá. "Það er ljóst að nauðsynlegt verður að finna hesta sem eru með sterkar taugar og styggjast ekki þegar á flugvöllinn er komið," segir Hákon Sigurgrímsson, deildarstjóri landbúnaðarráðuneytisins, um skipan fyrirhugaðs hestalandsliðs Íslendinga. Að sögn Hákons stendur nú yfir leit að landsliðseinvaldi sem skipa mun í liðið og þjálfa það. "Við erum með einn í sigtinu núna sem mér þykir líklegur," segir Hákon og staðfestir að um áberandi aðila í hestaheiminum sé að ræða. Fjármagn til landsliðsins fæst að sögn Hákons með því að þeir aðilar sem nýta sér þjónustu liðsins muni greiða fyrir hana og gildir einu hvort um ráðuneyti eða annað er að ræða. Landsliðið mun verða skipað glæsilegum fulltrúum Íslands úr röðum hesta og knapa en gert er ráð fyrir að kostnaður við hverja sýningu verði ekki undir 100 þúsund krónum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024