Hrósið og þakklætið er drifkrafturinn í björgunarsveitarstarfinu
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum hafa átt annríkt frá því fyrsti snjórinn féll nú fyrir jólin. Færðin hefur verið þung á Suðurnesjum og um tíma voru margir vegir ófærir. Meðfylgjandi myndir eru teknar í ófærðinni á Grindavíkurvegi þar sem Björgunarsveitin Þorbjörn og aðrar sveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa komið hundruðum til aðstoðar síðustu sólarhringa.
„Ég bara verð að kasta hrósi á mitt fólk í björgunarsveitum landsins. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hversu mikið þetta fólk hefur lagt á sig síðustu daga við að koma öðru fólki til síns heima og láta tannhjól lífsins snúast,“ skrifar Otti Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í færslu á fésbókina nú um hátíðirnar. Og hann bætir við: „Þetta á líka við um alla hina, sem hafa lítið sem ekkert verið heima hjá sér undanfarið. Þolinmæði, þrautseigja og samvinna einkenna síðustu daga. Ef þið þekkið einhvern sem hefur verið úti að brasa síðustu daga þá væri mjög gott að þakka viðkomandi fyrir og jafnvel gefa honum knús. Við erum öll mannleg en það er einmitt hrósið og þakklætið sem er drifkrafturinn í björgunarsveitarstarfinu.
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum hafa átt annríkt frá því fyrsti snjórinn féll nú fyrir jólin. Færðin hefur verið þung á Suðurnesjum og um tíma voru margir vegir ófærir. Þá hefur ófærðin leikið Grindvíkinga sérstaklega grátt en Grindavíkurvegur hefur verið ófær og innanbæjar í Grindavík hefur verið mikil snjósöfnun.