Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hrollvekjan Skólaslit komin út á bók
Föstudagur 2. september 2022 kl. 10:53

Hrollvekjan Skólaslit komin út á bók

Skólaslit er hrollvekja eftir Ævar Þór Benediktsson sem lesendur munu tæta í sig. Sagan birtist fyrst sem ógnvekjandi hrekkjavökudagatal en kemur nú út í bókarformi – lengri og ógeðslegri en áður – með myndlýsingum eftir Ara H.G. Yates. Bókin kemur út í dag, 2. september, en útgefandi er Mál og menning.

Það er 31. október. Hrekkjavaka. Allir veggir skólans eru þaktir skrauti sem vekur hroll og kitlar ótta. Í fjarska ómar ómennskt öskur. Á gólfinu má sjá hálfan íþróttakennara og handan við hornið heyrist í draghöltum uppvakningaher. Hvað í ósköpunum gerðist? Og hvernig geta krakkarnir sem enn eru ekki orðnir að skrímslum komist lifandi út úr skólanum?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verkefnið Skólaslit hlaut Vorvinda-viðurkenningu IBBY, Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar og var tilnefnt til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla.