Hrollkalt í dag – hlýnar á morgun
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Norðaustan 8-13 m/s í fyrstu, en 5-10 eftir hádegi og léttskýjað. Hæg norðlæg eða breytileg átt í kvöld. Hægt vaxandi suðvestanátt í fyrramálið, 5-10 síðdegis á morgun og þykknar upp. Kólnandi veður og frost 3 til 12 stig í kvöld, kaldast í uppsveitum. Hlýnar aftur á morgun.Klukkan 6 í morgun var norðaustlæg átt, víða 10-15 m/s. Él eða snjókoma norðantil á landinu, en annars skýjað með köflum og þurrt að mestu. Hlýjast var 2 stiga hiti í Vestmannaeyjum, en kaldast 9 stiga frost við Mývatn.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Minnkandi norðaustanátt og víða 5-10 m/s á landinu undir hádegi. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, en annars bjartviðri. Lægir enn frekar síðdegis, fremur hæg norðlæg eða breytileg átt í kvöld og víða léttskýjað. Gengur í hægt vaxandi suðvestanátt á morgun, fyrst vestantil. Suðvestan 8-13 m/s á Vestfjörðum eftir hádegi og skýjað með köflum, en annars hægari vindur og bjartviðri fram til kvölds. Frost á bilinu 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins og víða talsvert frost í kvöld og nótt. Hlýnandi veður á morgun.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Minnkandi norðaustanátt og víða 5-10 m/s á landinu undir hádegi. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, en annars bjartviðri. Lægir enn frekar síðdegis, fremur hæg norðlæg eða breytileg átt í kvöld og víða léttskýjað. Gengur í hægt vaxandi suðvestanátt á morgun, fyrst vestantil. Suðvestan 8-13 m/s á Vestfjörðum eftir hádegi og skýjað með köflum, en annars hægari vindur og bjartviðri fram til kvölds. Frost á bilinu 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins og víða talsvert frost í kvöld og nótt. Hlýnandi veður á morgun.