Hrognavinnsla á fullu í Helguvík
Hrognavinnsla stendur nú yfir í loðnuflokkunarstöðinni í Helguvík. Löndunarbið hefur verið nokkur þar sem hrognatakan er seinleg. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn.Þegar okkur bar að garði í Helguvík var verið að landa úr Þórshamri GK og Grindvíkingur GK beið löndunar. Þó nokkuð af ormi var í hrognunum og sagði starfsmaður við hrognavinnsluna það ekki gott þar sem ormurinn lifir áfram þó svo hrognin hafi verið fryst.
Það eru aðallega frystihús á Suðurnesjum sem taka hrogn hjá flokkunarstöðinni í Helguvík til frystingar. Hrogin fara öll á Japansmarkað.
Það eru aðallega frystihús á Suðurnesjum sem taka hrogn hjá flokkunarstöðinni í Helguvík til frystingar. Hrogin fara öll á Japansmarkað.