Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hringvegur í Bláa lónið opnaður
Föstudagur 5. júlí 2002 kl. 14:11

Hringvegur í Bláa lónið opnaður

Ný ferðamannaleið hefur verið opnuð á Suðurnesjum en það er vegur frá Bláa lóninu og suður fyrir fjallið Þorbjörn. Vegurinn tengist síðan veginum út í Staðarhverfi við Grindavík. Nýi vegurinn hefur verið lagður bundnu slitlagi og liggur um mjög fallegt svæði.Það hefur lengi verið baráttumál Grindvíkinga að fá veg að Bláa lóninu frá Grindavík og eitt er víst að þessi nýja leið á eftir að verða vinsæl hringleið fyrir rútur með hópa á leið í Bláa lónið og með viðkomu í Grindavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024