Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hringtorg og undirgöng við Grænásgatnamót í útboð um áramót
Föstudagur 18. september 2009 kl. 00:26

Hringtorg og undirgöng við Grænásgatnamót í útboð um áramót

Ákveðið var á fundi með samgönguráðherra í gær, fimmtudag, að ráðast í gerð hringtorgs og undirganga við svokölluð Grænásgatnamót á Reykjanesbraut í byrjun næsta árs. Gert er ráð fyrir því að þau verði tilbúin í maí 2010 en framkvæmdin tekur um 4 mánuði. Helgast tímasetningin af því að mögulegt verður að malbika í maímánuði.

„Þessi niðurstaða fékkst á fundi með samgönguráðherra og vegamálastjóra í dag [gær] en samstaða þingmanna kjördæmisins í þessu máli skipti sköpum sem og alger samstaða í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og raunar í bæjarstjórnum á
svæðinu. Allir eru sammála um mikilvægi þessarar framkvæmdar með tilliti til umferðaröryggis og þetta er bara hafið yfir alla flokkspólitík,“ sagði Róbert Marshall alþingismaður og varaformaður samgöngunefndar  í samtali við Víkurfréttir í gærkvöldi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gerð hringtorgsins var á meðal fjölmargra framkvæmda sem slegið var á frest í sumar þegar ákveðið var að skera niður framlög til vegaframkvæmda um fjóra milljarða. Hönnun hringtorgsins er lokið en um mánuð tekur að útbúa útboðsgögn.