Hringtorg á Grænás og Stekk
Vegagerðin mun ekki hefja framkvæmdir við hin illræmdu Grænásgatnamót fyrr en á vormánuðum. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ höfðu hins vegar vonast til að það gæti orðið nú um áramótin enda þykir verkefnið brýnt þar sem mörg umferðaróhöpp hafa orðið á umræddum gatnamótum. Þetta kom fram á bæjarstórnarfundi í Reykjanesbæ á þriðjudaginn.
Sveindís Valdimarsdóttir, bæjarfulltrúi A-lista, vakti máls á þessu á síðasta bæjarstjórnarfundi og spurði hvað liði fyrirhuguðum framkvæmdum við gatnamótin. Bæjarstjóri upplýsti að fyrirhugað væri að setja hringtorg á gatnamótin. Um væri að ræða bráðabrigðalausn á meðan ekki væri búið að tvöfalda þennan vegarkafla en með tvöföldun væri gært ráð fyrir mislægum gatnamótum ofan Grænáss og tengist þá svokallaðri þjóðbraut. Jafnframt hringtorgi á Grænásgatnamótunum yrði öðru komið fyrir á Stekk.
VFmynd/elg - Þau eru orðin all nokkur umferðarslysin á stórhættulegu Grænásgatnamótunum.