Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hringferð ökuleikninnar komin á fulla ferð
Mánudagur 24. júní 2002 kl. 11:41

Hringferð ökuleikninnar komin á fulla ferð

Keflvíkingar hófu formlega ökuleiknina 19. júní. Þó veðrið væri ekki upp á sitt besta létu áhugasamir íbúar Reykjanesbæjar sig ekki vanta. Keppt var í hjólreiðakeppni, Go-kart leikni og Ökuleikni. Hörku barátta var um efstu sætin í öllum riðlum eins og sést í úrslitunum hér fyrir neðan. Rétt áður en ökuleiknin fór í gang mættu slökkvistjórinn og nýkjörinn bæjarstjóri Árni Sigfússon og öttu kappi í ökuleikni á fjarstýrðum bílum. Fyrst stýrðu þeir bílunum með ölvunargleraugu og svo aftur án þeirra. Það var öllum ljóst sem á horfðu hversu auðvelt er að trufla skynjun ökumanna með áfengi, þó einungis væri verið að trufla sjón keppenda að þessu sinni. Slökkvistjórinn sigraði bæjarstjórann með 5 sekúndna forskoti.
Lögreglan fór með starfsmönnum Ökuleikninnar og Umferðarfulltrúanum á svæðinu út í umferðina og stöðvaði yfir 100 ökumenn og kannaði ástand þeirra. Það helsta sem var ábótavant voru bílbeltin og þá sérstaklega í atvinnubílum. Þeir sem voru með allt í lagi og voru til fyrirmyndar fengu gjöf frá Sjóvá-Almennum.

Úrslit:

Hjólreiðakeppni 12 ára og eldri
1. Pétur Elíasson 27 sekúndur
2. Aron Jens Sturluson 33 sekúndur
3. Eiríkur Örn Jónsson 44 sekúndur

11 ára og yngri
1. Sigurður Gísli Guðnason 75 sekúndur

Go-Kart leikni
Kvennariðill
Dóra Gróa Katrínardóttir 46 sekúndur
Karlariðill
1. Sigurður Árni Pálsson 38 sekúndur
2. Rúnar Ingi Erlingsson 47 sekúndur
3. Arnþór Elíasson 66 sekúndur

Ökuleikni
Kvennariðill
Guðný Guðmundsdóttir 102 sekúndur
Karlariðill
Guðlaugur K. Jónsson 70 sekúndur
Sigurður Kr. Sigurðsson 72 sekúndur
Magnús Ingi Björgvinsson 107 sekúndur

Sigurvegarar Ökuleikninnar munu fara í úrslitakeppnina 31. ágúst næstkomandi og keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Þar verða verðlaun fríar bílatryggingar í eitt ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024