Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hrikalegt kríudráp
Fimmtudagur 29. júlí 2004 kl. 10:58

Hrikalegt kríudráp

Ljót sjón blasir við vegfarendum á veginum frá Sandgerði út að Hvalsneskirkju. Á tæplega kílómeterskafla liggja dauðir kríuungar eins og hráviði um allan veg og bera ökulaginu sem viðgengst þar ekki gott vitni.

Ungarnir sem eru nú að komast á legg sækja í að liggja á veginum og eru vissulega ekki alltaf að flýta sér út af. Það er hins vegar engin afsökun fyrir því að keyra miskunnarlaust yfir litlu greyin.

Slíkar fréttir hafa borist frá öðrum stöðum á svæðinu, m.a. frá Vogum og hefur orðið vart við að einstaka fólk geri sér að leik að keyra sem hraðast yfir svæðið til að drepa sem flesta fugla.

Leikurinn er ljótur og ættu viðkomandi að hugsa sinn gang alvarlega.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024