Hreystibraut opnuð í Reykjanesbæ
Nú á dögunum var formlega opnuð ný hreystibraut í Reykjanesbæ sem strax hefur notið mikilla vinsælda enda er ekki langt síðan að nemendur grunnskólanna tóku þátt í Skólahreysti þar sem Heiðarskóli lenti í öðru sæti.
Hreystibrautin er staðsett á gamla malarvellinum í Keflavík við Vatnaveröld.
Í tilefni opnunarinnar var brugðið á leik og öttu kappi lið grunnskóla Reykjanesbæjar og aðrir áhugasamir gestir. Keppnishugurinn var mikill og ljóst að það verður tekið á því í Skólahreysti að ári.