Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hreppur verður bær
Sunnudagur 6. nóvember 2005 kl. 16:37

Hreppur verður bær

Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hefur samþykkt að óska eftir því við Félagsmálaráðuneytið að breyta hreppnum í bæ. Nýlega fór fólksfjöldi í hreppnum yfir 100 manns.Með því hefur náðst það markmið sem sett var árið 1999 í kjölfar markaðsátaksins "Vogar færast í vöxt", að fjölga íbúum sveitarfélagsins um 40%. Góðar líkur eru taldar á því að talningin 1. desember n.k. verði yfir 1000 íbúa markinu. Í kjölfarið mun koma í ljós hvaða íbúi verður heiðraður sérstaklega sem 1000. íbúi sveitarfélagsins.

Algengt er að sveitarfélög sem ná 1000 íbúa markinu fari í  þessa breytingu á stjórnsýslunni. Þetta þýðir þó ekki að íbúar finni fyrir mikilli breytingu, hvorki í rekstri né þjónustu. Nafnið Vatnsleysustrandarhreppur mun hverfa af skiltum, bréfsefni og fl. en áfram verður að sjálfsögðu talað um Vatnsleysuströnd og Voga.

Hreppsnefnd hefur ekki ákveðið hvaða nafn komi í stað Vatnsleysustsrandarhrepps en væntanlega verður það ákveðið á næsta fundi. Ýmsar hugmyndir hafa heyrst s.s. Sveitarfélagið Vogar og Vatnsleysustrandabær.

Af www.vogar.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024