Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 5. febrúar 2002 kl. 10:43

Hreinsun í Njarðvíkurhöfn

Meðlimir Björgunarsveitarinnar Suðurnes voru að taka til eftir óveðrið um helgina í gær. Þeir voru við Njarðvíkurhöfn að taka kör og annað lauslegt sem hafði fokið í sjóinn. Eins og sést á myndunum var þessi hreinsun mikið þarfaþing þar sem ekki var um neina smáhluti að ræða. Vel gekk að ná gámnum frá Njarðtaki úr sjónum en hann er aðeins laskaður eftir volkið. Myndirnar hér fyrir neðan sýna meðlimi björgunarsveitarinnar og starfsmenn Njarðtaks að verki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024