Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hreinsa upp olíu með undraverðum árangri á Garðskaga
Fimmtudagur 23. júní 2011 kl. 14:59

Hreinsa upp olíu með undraverðum árangri á Garðskaga

Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja hafa í morgun náð góðum árangri í að hreinsa upp olíu af fjörugrjótinu í fjörunni á Garðskaga. Slökkviliðsmennirnir nota náttúruvænt hreinsiefni frá Undra í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, hafði samband við Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóra BS, í morgun og óskaði aðstoðar slökkviliðsins við hreinsunarstarfið.


Um helgina er von á þúsundum á Garðskaga til að taka þátt í sólseturshátíð sem þar verður haldin. Það hefur fylgt hátíðinni að fjölmargir fara niður í fjöru þar sem það er m.a. vinsæll leikur hjá börnum að leika sér í grjótinu og sandinum. Það er því ótækt að fjörugrjótið sé löðrandi í olíu.


Hreinsunarstarfinu miðaði vel nú eftir hádegið en eftir að Undra-hreinsiefninu hafði verið sprautað á grjótið var kústað yfir og síðan sprautað yfir með háþrýstisprautum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við hreinsunarstarfið í hádeginu í dag.


Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson