Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hrefnutarfur dreginn á haf út og sökkt
Fimmtudagur 13. október 2005 kl. 15:43

Hrefnutarfur dreginn á haf út og sökkt

Hræ af hrefnutarfi sem hefur legið í sjónum fyrir utan Ægisgötu í Reykjanesbæ var í dag dregið út á haf og því sökkt. Það voru starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja sem bundu kaðal utan um sporð hrefnunnar og drógu hana út á haf en hræið hafði verið í fjöruborðinu við Ægisgötuna frá því á mánudag.

Ekki gafst þó tækifæri til þess að aðhafast í málinu fyrr en nú vegna öldugangs við sjávarsíðuna en hræið var um 6 metra langt og nær óskaddað og í heilu lagi. Ferðamenn á Reykjanesi nýttu sér tækifærið í brælunni sem hefur verið í vikunni og keyrðu niður á Ægisgötu til þess að virða fyrir sér þessa stóru, tignarlegu en jafnframt dauðu skepnu.

Þeir sem Víkurfréttir ræddu við fyrr í vikunni sögðu að hvalreki á þessum slóðum væri fátíður.

Myndin: Starfmenn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja koma fyrir kaðli á skepnunni í dag / AMG

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024