Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 8. ágúst 2001 kl. 22:57

Hrefnukjöt úr Sandgerði á grillið

,,Það er fínt að kaupa sér hrefnukjöt þegar hlutabréfin lækka," segir Kristján Berg, fisksali í Fiskbúðinni Vör í Reykjavík. Í gær áskotnaðist honum hrefna sem vó eitt og hálft tonn. Kona Kristjáns á ættir að rekja til Suðurnesja.,,Þetta er engin smá skepna og ég hugsa að við fáum 500 kíló af kjöti af henni sem er matur fyrir 2.500 manns." Kristján segir að þetta sé í fyrsta skiptið sem honum áskotnist hrefna en talsvert er um að hnísa fari í net og höfrungar fást öðru hverju. ,,Við ætlum að selja þetta á 200 krónur kílóið. Þetta er fínt kjöt og gengur örugglega vel á grillið."

Hrefnan kom í land í Sandgerði og fengu sjómennirnir 15 þúsund fyrir skepnuna. ,,Það er ekki mikið, sérstaklega af því að hún eyðilagði netatrossur fyrir 200 þúsund," bætir Kristján við. Eins dauði er því annars brauð og öfugt við það sem oftast er hagnast neytendur í þetta sinn. Kristján setti skilti út í glugga í gær og þegar var orðin mikil eftirspurn eftir kjötinu, enda sjaldgæft að fá slíkan kost á tímum hvalveiðibanns. Frétt af Vísir.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024