Hrefna á makrílveiðum við Njarðvíkurhöfn
Svo virðist sem Hrefna hafi verið á makrílveiðum rétt utan við Njarðvíkurhöfn í gær. Mikill markíll var rétt utan við land og mátti sjá torfurnar sprikla við yfirborðið. Hrefnan fældi makrílinn að inn í víkina og myndaðist mikill hamagangur í öskjunni. Töluvert af fólki var á staðnum og fylgdist með þessari tignarlegu skepnu sem eltist við markríll og voru einhverjir komnir með veiðistöng á loft og tóku þátt í veiðinni eins og sjá má á myndunum sem ljósmyndari Víkurfrétta tók.
Þessi náði sér í makríl
Hrefnan var ekki langt frá landi eins og sjá má
Myndir/EJS.