Hraustustu lögregluþjónarnir koma frá Suðurnesjum
Lögreglumenn frá Suðurnesjum gerðu sér lítið fyrir og sigruðu keppni í lögguhreysti á dögunum. Keppnin var haldin í lögregluskóla ríkisins en hvert lið var skipað fjórum lögreglumönnum sem þurftu að klára röð þrauta á tíma, en samanlagður tími hvers liðs réð úrslitum. Það er skemmst frá því að segja að lið Suðurnesjamanna sigraði keppnina og var heilum fjórum mínútum á undan liðinu sem hafnaði í öðru sæti.

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				