Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hraunstraumurinn ógnar ekki innviðum
Myndin hér að ofan er tekin á mánudagskvöld yfir Snorrastaðatjarnir og í átt að eldstöðinni þar sem gýs úr tveimur gígum. VF/Hilmar Bragi
Miðvikudagur 4. september 2024 kl. 13:31

Hraunstraumurinn ógnar ekki innviðum

Tvö gosop er nú virk í eldgosinu sem hófst þann 22. ágúst. Þó nokkuð hefur dregið úr krafti eldgossins síðustu daga. Hraunbreiðan norðan við gosopin heldur áfram að stækka en dregið hefur verulega úr útbreiðsluhraðanum. Að svo stöddu ógnar hraunflæði ekki innviðum í nágrenni gosstöðvanna. Síðustu daga hefur hvorki mælst landris né landsig í Svartsengi. Það bendir til þess að innstreymi í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi sé sambærilegt við flæðið úr eldgosinu. Til þess að fullyrða að landris sé hafið á ný þarf að horfa á þróun mælinga í nokkra daga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024