Fimmtudagur 8. febrúar 2024 kl. 07:15
Hraunstraumur til vesturs
Hraun frá eldgosinu sem hófst í morgun rennur að mestu til vesturs. Gossprungan er um þriggja kílómetra löng og liggur frá Sundhnúk í suðri og að Stóra-Skógfelli.
Sprungan lengdist bæði til norðurs og suðurs fyrstu mínúturnar.