Hraunrennslið er tvöfalt meira en fyrstu sex vikurnar
Jarðvísindastofnun Háskólans hefur birt nýjar mælingar voru gerðar í gær, miðvikudag 2. júní, en þá flaug Garðaflug með Hasselblad myndavél Náttúrufræðistofnunar og hafa nú verið unnin landlíkön af Fagradalshrauni.
Meðalhraunrennslið yfir tímabilið 18. maí til 2. júní (15 dagar) er 12,4 rúmmetrar á sekúndu.
Þessi mæling staðfestir að sú aukning á hraunrennsli sem varð í byrjun maí hefur haldist. Hraunrennsli í maí var því tvöfalt meira en var að meðaltali fyrstu sex vikurnar.
Hraunið mælist nú 54 milljónir rúmmetrar og flatarmálið 2,67 ferkílómetrar.