Hraunflæðið 100 til 200 rúmmetrar á sekúndu
Sprungan sem opnaðist í kvöld er að lengjast. Hún er orðin þrír og hálfur kílómetri að lengd. Þá ert hraunflæðið 100 til 200 rúmmetrar á sekúndu sem er margfalt meira en í fyrri gosum á Reykjanesskaganum. Þessu greindi Kristín Jónsdóttir frá í aukafréttatíma RÚV sjónvarpi nú áðan.
Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, sagði á Rás 2 í kvöld að gosbyrjunin væri hálfdrættingur á við Holuhraunsgosið.