Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hraunflæði er mest norðarlega á sprungunni
VF/Hilmar Bragi
Fimmtudagur 30. maí 2024 kl. 10:56

Hraunflæði er mest norðarlega á sprungunni

Virknin í eldgosinu við Sundhnúkagígaröðina hefur verið á svipuðum nótum í alla nótt. Hún er enn mest á nokkrum gosopum en vegna takmarkaðs skyggnis á svæðinu er erfitt að fullyrða um hversu mörg þau eru, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Hraunflæði er mest norðarlega á sprungunni og við gosop við Sýlingarfell sem opnaðist um tíuleytið í gærkvöldi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Unnt verður að meta betur virknina og hraunflæði þegar léttir til með morgninum.