Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Fréttir

Hrauná ógnar eystri varnargarðinum
Skjáskot úr vefmyndavél RÚV sem sýnir frá svæðinu.
Fimmtudagur 20. maí 2021 kl. 13:21

Hrauná ógnar eystri varnargarðinum

Í háeginu í dag opnaðist heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Ljóst er að farvegir neðanjarðar eru að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu, segir í færslu sem Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands setti á fésbókina í hádeginu.

Meginhraunáin úr gígnum liggur til austurs úr Geldingadölum yfir í nafnlausa dalinn. Hraunáin liggur þar mun hærra uppi heldur en hraunjaðarinn við varnargarðana. Því er ljóst að hraunjaðarinn mun einungis halda áfram að þykkna og skríða fram á við á meðan þær aðstæður eru fyrir hendi. Svona undanhlaup eins og nú eru í gangi koma því ekki á óvart.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Þegar spólað er til baka í vefmyndavél RÚV (hún er í beinu streymi hér að neðan) má greinilega sjá hvernig hraunjaðarinn við varnargarðinn lyftist upp nú fyrir hádegi, áður en hraunbráðinn braut sér loks leið út úr jaðrinum.

VF jól 25
VF jól 25