JS Campers
JS Campers

Fréttir

Hraun flæðir yfir varnargarð austan megin við Grindavík
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 27. apríl 2024 kl. 13:13

Hraun flæðir yfir varnargarð austan megin við Grindavík

Hraun er tekið að flæða yfir varnargarða austan megin við Grindavík. Engin hætta er þó talin vera á ferðinni.

Atli Gunnarsson er aðalvarðstjóri hjá Lögreglu Suðurnesja.

„Nei, við höfum ekki áhyggjur af þessu eins og staðan er núna. Þetta er eldra hraun, kalt hraun þannig lagað, sem rúllar yfir garðinn og þetta gerist mjög hægt. Þetta er algerlega minniháttar og við höfum ekki áhyggjur af þessu núna en vísindamenn og fræðingar fylgjast með þessu. Það er engin hætta að það gerist á augabragði að þetta hellist yfir garðana af krafti og ógni byggð, við fylgjumst með þessu en hvort það eigi að hækka varnargarðana eða hvað veit ég ekki um á þessari stundu. Grindvíkingar geta verið rólegir eins og sakir standa,“ sagði Atli í viðtali við Rúv.is

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024