Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hratt dregur úr atvinnuleysi á Suðurnesjum
Úr fiskvinnslu á Suðurnesjum. Mynd úr safni.
Fimmtudagur 17. október 2013 kl. 04:14

Hratt dregur úr atvinnuleysi á Suðurnesjum

Skráð atvinnuleysi í september var 3,8% á landsvísu samkvæmt skrám Vinnumálastofnunar en mældist þá 2,8% á landsbyggðinni. Hratt dregur úr atvinnuleysi á Suðurnesjum sem mældist 5,4% í september sl. á móti 7,8% á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi er töluvert meira meðal kvenna (4,4%) en karla (3,2%). Aftur á móti dregur saman með kynjunum því sé litið til fyrri mánuðar helst hlutfall atvinnulausra karla óbreytt en mældist 4,8% hjá konum í ágúst.

Eins og áður mælist atvinnuleysi mest á Suðurnesjum en minnst á Norðurlandi vestra þar sem það er 0,8%. Nokkuð dró úr atvinnuleysi í september miðað við ágústmánuð eða um 0,2 prósentustig.

Í samantekt Vinnumálastofnunar um stöðuna á vinnumarkaði í september má sjá upplýsingar um fjölda þeirra sem í september tóku þátt í vinnumarkaðsúrræðum, fjölda útlendinga á atvinnuleysisskrá, fjölda þeirra sem skráðir voru atvinnulausir en í hlutastörfum og upplýsingar um atvinnuleitendur sem voru í námi, stunduðu námskeið eða tóku þátt í grunnúrræðum og atvinnutengdum úrræðum í september.

Yfirleitt eykst atvinnuleysi milli september- og októbermánaðar. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir því að þróunin verði ekki ólík þróuninni í fyrra. Skráð atvinnuleysi muni því aukast og verði á bilinu 3,9% - 4,2%, segir á vef Velferðarráðuneytisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024