Hrasaði utan í húsvegg og fékk einn á baukinn frá Varnarliðsmanni!
Varnarliðsmönnum og Íslendingum verður oft laus höndin þegar þeir hafa fengið sér í glas. Að sögn Karls Hermannssonar eru mýmörg dæmi þess að tilkynnt sé um slagsmál Íslendinga og Varnarliðsmanna á öldurhúsum bæjarins, eða utan við þau. Um helgina komu upp tvö mál sem tengjast átökum þessara bandalagsþjóða.Ofurölvi Íslendingur kom út af veitingastaðnum Strikinu snemma morguns á laugardag. Atburðarás er óljós en maðurinn er talinn hafa misst fótanna og skollið með andlitið utan í útvegg. Við það hlaut hann m.a. skurð á enni. Ekki varð ástandið betra þegar þeldökkur Varnarliðsmaður kom út úr leigubifreið og gaf hinum slasaða Íslending einn á lúðurinn í stað þess að rétta honum hjálparhönd. Við það fór Varnarliðsmaðurinn aftur í leigubílinn. Vitni tjáðu lögreglu að sá íslenski hafi fyrr um kvöldið látið óvönduð orð flakka um þeldökka menn við Varnarliðsmanninn, sem hafi þakkað fyrir sig á þennan hátt. Það skal þó tekið fram að vitnin voru flest vel við skál.
Íslendingnum var komið á slysamóttöku þar sem hann var saumaður saman og fékk loks uppábúið sjúkrarúm til að jafna sig yfir nóttina. Hann vaknaði síðan um morguninn með höfuðið fullt af timburmönnum og öðrum óþægindum vegna áverkana eftir húsvegginn og hnefa Varnarliðsmannsins. Að sögn lögreglu hefur málið ekki verið kært.
Önnur uppákoma varð við H-38 um helgina þar sem Varnarliðsmenn og Íslendingar slógust. Fyrst var tekið á því inni á staðnum og síðan aftur úti á götu. Slagsmálin voru yfirstaðin þegar lögreglan mætti á svæðið en Varnarliðsmaður var með áverka í andliti eftir uppákomuna. Þar hefur heldur ekki verið lögð fram kæra. Þar áttu í hlut þrír Varnarliðsmenn og tveir Íslendingar.
Íslendingnum var komið á slysamóttöku þar sem hann var saumaður saman og fékk loks uppábúið sjúkrarúm til að jafna sig yfir nóttina. Hann vaknaði síðan um morguninn með höfuðið fullt af timburmönnum og öðrum óþægindum vegna áverkana eftir húsvegginn og hnefa Varnarliðsmannsins. Að sögn lögreglu hefur málið ekki verið kært.
Önnur uppákoma varð við H-38 um helgina þar sem Varnarliðsmenn og Íslendingar slógust. Fyrst var tekið á því inni á staðnum og síðan aftur úti á götu. Slagsmálin voru yfirstaðin þegar lögreglan mætti á svæðið en Varnarliðsmaður var með áverka í andliti eftir uppákomuna. Þar hefur heldur ekki verið lögð fram kæra. Þar áttu í hlut þrír Varnarliðsmenn og tveir Íslendingar.